PAPCO til samstarfs við Fjölnet

Frá vinstri á mynd: Ólafur Kárason, framleiðslustjóri PAPCO og Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri Fjölnet Reykjavík handsala samninginn.
Frá vinstri á mynd: Ólafur Kárason, framleiðslustjóri PAPCO og Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri Fjölnet Reykjavík handsala samninginn.

Pappírsvörufyrirtækið PAPCO hefur nú gert nýjan viðskiptasamning við Fjölnet. Samkvæmt samningnum tekur Fjölnet að sér hýsingu og rekstur á öllum miðlægum kerfum og nær hann jafnframt til afritunar á öllum gögnum fyrirtækisins. Starfsmenn PAPCO fá einnig aðgang að þjónustuveri Fjölnets.

PAPCO er traust og öflugt fyrirtæki sem einkum fer með framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætispappír, hreinlætisvörum og öðrum  rekstrarvörum til birgja og neytenda innanlands. Fyritækið hefur einnig haslað sér völl með sölu á vörum til skólafélaga, íþróttafélaga og annarra félagasamtaka á vörum til endursölu í fjáröflunarskyni. Fjölnet fagnar hinum nýja viðskiptavini.

Fjölnet er vaxandi tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hýsingu og rekstri tölvukerfa auk þess að bjóða upp á persónulega og örugga alhliða tölvuþjónustu, ráðgjöf og kennslu. Unnið er með gæða og öryggisvottunina ISO 27001. Fjölnet er með tvær starfstöðvar, Sundagörðum Reykjavík og Hesteyri Sauðarkróki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir