Pungar og pelastikk aftur á svið

Sæunn Hrönn Jóhannesdóttir og Sigmundur Jóhannesson í gervum sínum í Pungum og pelastikki. Aðsend mynd.
Sæunn Hrönn Jóhannesdóttir og Sigmundur Jóhannesson í gervum sínum í Pungum og pelastikki. Aðsend mynd.

Áhugamannafélagið Frásaga sýnir hugverkið Pungar og pelastikk; raunir trillukarla í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi laugardagskvöldið 31. mars kl. 20.00. Uppselt er á þá sýningu en vegna mikillar eftirspurnar verður önnur sýning sama kvöld kl. 22.30. 

Verkið, sem samið er af Jóhönnu Sveinbjörgu og Margréti Berglindi, er upplogin dægursaga í bland við þekkta sjómannaslagara sem fluttir eru af hljómsveit skipaðri kunnum hljóðfæraleikurum úr Skagafirði. Sex leikarar fara með hlutverk í sýningunni sem sett var á svið í Miðgarði í október sl. haust og hlaut frábærar viðtökur.

Hvetjum við alla sem ekki hafa enn tryggt sér miða að hafa samband við miðasölu í síma 893 0220. Ekki missa af þessari sýningu! 

/FRÉTTATILKYNNING

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir