Riðið til kirkju að Ábæ

Ábæjarmessa árið 2013. Mynd: Valgeir Kárason.
Ábæjarmessa árið 2013. Mynd: Valgeir Kárason.

Farið verður í kristilega menningarferð að Ábæ í Austurdal sunnudaginn 31. júlí, á vegum hestamannafélagsins Skagfirðings. Þar mun Einar Kristinn Guðfinnsson flytja hugvekju, en sr. Gísli Gunnarsson verður við altarið.

„Farið verður frá Gilsbakka kl. 10. Hægt verður að keyra með hestakerrur fram að Gili ef fólk vill. Gott er að hafa með sér smá klink og leggja í ská á Merkigili eftir kaffið, sem er í boði systkina Helga,“ segir í tilkynningu frá Ferðanefnd hestamannafélagsins Skagfirðings..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir