Ritföng og námsgögn án endurgjalds

Frá Húnavöllum. Mynd: KSE
Frá Húnavöllum. Mynd: KSE

Í síðustu viku samþykkti sveitarstjórn Húnavatnshrepps að Húnavallaskóli skuli útvega nemendum sínum án endurgjalds ritföng, námsgögn og annað efni sem nemendum er skylt að nota í námi sínu, samkvæmt 31. grein laga um grunnskóla.

Í fyrstu málsgrein 31. greinar laga númer 91 frá 2002 um grunnskóla segir meðal annars: „Kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skal veitt nemendum að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er gert skylt að nota í námi sínu og samrýmist ákvæðum laga þessara og aðalnámskrá."

Í sömu greint er þó tekið fram að opinberum aðilum sé ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota, svo sem ritföng og pappír. Á dögunum lögðu tíu þingmenn stjórnarandstöðunnar fram frumvarp til breytinga á grunnskólalögum þess efnis að þessi málsliður verið felldur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir