Röng uppskrift í Jólablaði Feykis

Bændurnir á Stóru-Ásgeirsá í góðum málum á Jólamóti Molduxa í körfubolta. Mynd úr einkasafni.
Bændurnir á Stóru-Ásgeirsá í góðum málum á Jólamóti Molduxa í körfubolta. Mynd úr einkasafni.

Það hafa eflaust einhverjir klórað sér í höfðinu yfir súkkulaðibitakökuuppskrift sem birtist í Jólablaði Feykis en þau leiðu mistök urðu að röng uppskrift fylgdi viðtalinu við Rannveigu og Magnús á Stóru-Ásgeirsá. Hér kemur sú rétta:

 Einfaldar og fljótlegar súkkulaðibitakökur

225 g púðursykur
125 g smjör við stofuhita
2 egg
190 g hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
2 tsk vanilludropar
200 - 300 g saxað súkkulaði

Öllu hrært saman og sett á plötu með skeið.

Bakað við 180°C í ca 10 mín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir