Rúmar 25 millj. Á Norðurland vestra frá húsfriðunarsjóði

Frá Hofsósi. Mynd: KSE
Frá Hofsósi. Mynd: KSE

Kvosin á Hofsósi, gamli bærinn á Sauðárkróki, Borðeyri Húnaþingi vestra og gamli bærinn á Blönduósi fengu styrki frá húsafriðunarsjóði sem sérstök verkefni til að vinna að því að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð. Alls bárust 22 umsóknir frá 19 sveitarfélögum og sóttu sveitarfélögin um tæpar 172 milljónir til verkefnanna.  

Á síðasta ári tóku gildi ný lög um verndarsvæði í byggð og í júní á þessu ári var gefin út reglugerð með lögunum. Í lok júní var auglýst eftir umsóknum frá öllum sveitarfélögum  um styrki til að undirbúa tillögur um verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laganna. Umsóknarfrestur var til og með 17. ágúst s.l.

Minjastofnun Íslands úthlutað 120.865.000 kr. til 21 verkefnis í sveitarfélögunum 19. Á Norðurlndi vestra var sótt um fyrir fjögur verkefni sem öll fengu styrk.

Kvosin á Hofsósi (Sandurinn og Plássið) kr. 7.245.000, gamli bærinn á Sauðárkróki, kr. 8.165.000, Borðeyri - verslunarstaður í Hrútafirði kr.5.520.000 og gamli bærinn á Blönduósi innan Blöndu kr. 4.715.000. Alls nemur upphæðin kr. 25645 þús.

Lista yfir verkefni og styrkupphæðir má sjá HÉR

Tengd frétt http://www.feykir.is/is/frettir/gamli-baeinn-a-saudarkroki-og-kvosin-a-hofsosi-verdi-verndarsvaedi-i-byggd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir