Rýnt í framtíðarþróun byggðar á Íslandi

Gerð verður tilraun til að spá fyrir um framtíðina á ráðstefnu sem Byggðastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið standa fyrir á Grand Hótel í Reykjavík í dag kl. 13:00 til 17:00 „Búsetuþróun til 2030“. Bein útsending verður frá ráðstefnunni á Netinu.

Kynntar verða niðurstöður sviðsmyndagreininga fyrir búsetuþróun á Íslandi fram til 2030 og velt upp spurningunni um hvaða kraftar muni hafa áhrif á búsetuþróun á Íslandi fram til ársins 2030. Leiða þeir til vaxandi fólksflótta frá landinu eða fjölgar landsmönnum svo um munar? Verður Ísland borgríki eða ná landsbyggðirnar jafnvægi? Hvert ber að stefna í byggðaáætlun sem er í mótun?, er spurt á heimasíðu Byggðastofnunar.

HÉR má horfa á beina útsendingu frá ráðstefnunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir