Sædís ÞH til Skagastrandar

Meðfylgjandi myndir tók Árni Geir á Skagaströnd af nýja bátnum en um borð eru frá vinstri Ragnar Már, Birkir, Guðni og Alex Már.
Meðfylgjandi myndir tók Árni Geir á Skagaströnd af nýja bátnum en um borð eru frá vinstri Ragnar Már, Birkir, Guðni og Alex Már.

Nýr bátur bættist í flota Skagstrendinga í vikunni þegar Sædís ÞH 305 sigldi til hafnar á Skagaströnd. Báturinn er keyptur frá Húsavík en eigendur hans, þeir Ragnar Már Björnsson og Alex Már Gunnarsson, ætla sér á grásleppu- og strandveiðar í vor. Ragnar sagði í samtali við Feyki í morgun að báturinn hafi reynst vel á leiðinni frá Húsavík, hægt að keyra hann hratt enda blíðuveður.

Þetta er fyrsti bátur þeirra félaga og sagði Ragnar að hann hafi langað til að prófa að vera á eigin vegum. Þeir eru þó engir nýgræðingar á sjónum þar sem þeir eru báðir hásetar á Arnari HU 1 og munu róa í frítúrum sínum en þeir eru í sitthvorri áhöfninni og verður báturinn því fullnýttur.

Aðspurður um hvort nýtt nafn komi á bátinn sagði Ragnar svo verða. Báturinn mun bera nafnið Már í framtíðinni og kemur það til vegna þess að eigendurnir heita báðir Már að millinafni.

Meðfylgjandi myndir tók Árni Geir á Skagaströnd af nýja bátnum en um borð eru frá vinstri Ragnar Már, Birkir, Guðni og Alex Már.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir