Safnað fyrir ærslabelg á Hofsósi

Ærslabelgurinn í Varmahlíð. Mynd: Tjalda.is
Ærslabelgurinn í Varmahlíð. Mynd: Tjalda.is

Samtök um uppbyggingu á Hofsósi og nágrenni er nefnast Byggjum upp Hofsós og nágrenni hafa leitað leiða undanfarin misseri, til að gera gott samfélag betra. Á vinnufundum hefur komið fram skortur á afþreyingu fyrir börn og ungmenni á svæðinu.       

Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja söfnun fyrir svokölluðum ,,ærslabelg“ sem staðsettur verður á Hofsósi. Leitað verður til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til að styrkja framtakið. Ærslabelgurinn er 11,2 x 9 metrar, samtals 101 m2. Belgurinn kostar 2,2 milljónir með vsk, fyrir utan jarðvegsvinnu. 

Er það einlæg ósk þeirra sem að söfnuninni standa að leiktækið verði jákvæð viðbót fyrir samfélagið allt, vettvangur fyrir skemmtilegar samverustundir fjölskyldufólks auk þess sem það efli staðinn enn frekar sem ákjósanlegan áfangastað ferðamanna. 

Reikningsnúmer söfnunarinnar er 161-15-382804, kt. 280484-2889. Ábyrgðarmaður er Auður Björk Birgisdóttir.  

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir