Skagfirðingar meðal þeirra bestu í Þrekmótaröðinni

Ægir Björn með nokkur kílóin á stönginni. Mynd: Þrekmótaröðin.
Ægir Björn með nokkur kílóin á stönginni. Mynd: Þrekmótaröðin.
Hart tekið á því en Guðrún Helga sigraði í kvennaflokki, 30-39 ára. Mynd: Þrekmótaröðin.

 Þrekmótaröðin 2018 fór fram um síðustu helgi í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Tveir keppendur úr Skagafirði náðu afburða góðum árangri, þau Guðrún Helga Tryggvadóttir Þreksporti og Ægir Björn Gunnsteinsson Crossfit 550.

Guðrún Helga gerði sér lítið fyrir og sigraði í kvennaflokki, 30-39 ára og 4. sæti í opnum flokki kvenna.

Ægir Björn náði að landa 4. sætinu í karlaflokki, 29 ára og yngri og 5. sætinu í opnum flokki karla.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim Guðrúnu og Ægi en alls voru skráð 83 lið, 35 pör og 50 einstaklingar.

HÉR má nálgast úrslit Þrekmótaraðarinnar 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir