Skagfirskar stúlkur sterkar í kúluvarpi

Andrea Maya - Inga Sólveig - Stefanía. Mynd: Af Tindastóll.is
Andrea Maya - Inga Sólveig - Stefanía. Mynd: Af Tindastóll.is

Þrjár skagfirskar stúlkur náðu góðum árangri á Silfurleikum ÍR í frjálsíþróttum sl. laugardag þegar þær  kepptu í kúluvarpi. Andrea Maya Chirikadzi sigraði með kasti upp á 10,20 m, Stefanía Hermannsdóttir varð í 3. sæti með 8,86m og Inga Sólveig Sigurðardóttir í 5. sæti, kastaði 7,87 m sem er persónulegt met. Þá varð Inga Sólveig einnig í 3. sæti í 60m grindahlaupi á 13,60 sek.

Á heimasíðu Tindastóls segir að keppendur hafi verið hátt á sjötta hundrað talsins. Silfurleikar ÍR er frjálsíþróttamót, fyrir börn og unglinga 17 ára og yngri, sem haldið er í nóvember ár hvert. Mótið var fyrst haldið árið 1996 og hét þá "Haustleikar ÍR". Nafninu var breytt árið 2006, til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að Vilhjálmur Einarsson vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne, þann 27. nóv. 1956.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir