Skoðanakönnun um sameiningarmál í Skagabyggð

Króksbjarg og Fossárfoss í Skagabyggð. Mynd: Northwest.is.
Króksbjarg og Fossárfoss í Skagabyggð. Mynd: Northwest.is.

Í gær var haldinn fjölmennur íbúafundur í Skagabyggð þar sem sameiningarmál voru til umfjöllunar en eins og kunnugt er hefur sveitarstjórn Skagabyggðar átt í viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð um sameiningu. Jafnframt hafa þrjár sveitarstjórnir af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu, að því gefnu að Skagabyggð taki þátt í þeim.

Á fundinum héldu höfundar nýrrar skýrslu um stöðu og framtíð sveitarfélaga kynningu og í framhaldinu var lögð fyrir skoðanakönnun meðal íbúa þar sem þeir voru spurðir hvort þeir vildu á annað borð hefja viðræður við önnur sveitarfélög um sameiningar og þá hvaða sveitarfélög. Þetta kemur fram á Ruv.is í dag. Að sögn Vignis Sveinssonar, oddvita Skagabyggðar, liggja niðurstöður könnunarinnar ekki fyrir en boðað verður til fundar í hreppsnefnd á næstunni þar sem tekin verður ákvörðun um næstu skref í málinu í samræmi við niðurstöður könnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir