Slæmt veður í kortunum

Gul viðvörun er í gangi fyrir Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Á vef Veðurstofunnar segir að allhvöss eða hvöss austanátt verði fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vind í kvöld, hvassviðri eða stormur á morgun með snjókomu, hvassast N- og V-til, en úrkomumest N- og A-lands. Einnig má búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli á morgun, einkum austantil.

Horfur fyrir Norðurland vestra næsta sólarhringinn er á þá leið að það blæs hressilega af austri, 13-20 m/s og slydda með köflum, en norðaustlægari og él seinnipartinn. Norðaustan 15-23 í nótt og á morgun. Hiti um og undir frostmarki.

Vegfarendur ættu að kynna sér veður og  ástand vega áður en lagt er í ferðalög.

Vedur.is

Vagagerdin.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir