Söfnun til styrktar Guðnýju Ragnarsdóttur stendur til 5. desember

Guðný Ragnarsdóttir, ásamt frönskum listamanni, við uppsetningu á sýningu í bílskúrsgallerý á Blönduósi í október sl. Mynd: KSE
Guðný Ragnarsdóttir, ásamt frönskum listamanni, við uppsetningu á sýningu í bílskúrsgallerý á Blönduósi í október sl. Mynd: KSE

Vinkonur Guðnýjar Ragnarsdóttur hafa síðan í vor staðið fyrir söfnun til styrktar Guðnýju Ragnarsdóttur og fjölskyldu hennar en Guðný berst við illkynja eitlakrabbamein. Söfnuninni lýkur á mánudaginn.

Guðný er fædd árið 1981 og uppalin í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hún lærði einnig keramikgerð í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Guðný er gift Bergþóri Pálssyni frá Sauðanesi í Austur-Húnavatnssýslu og eiga þau tvo syni, Guðlaug Hermann 9 ára og Jónas Ragnar 5 ára. Þau hafa verið búsett á Blönduósi síðan árið 2010.

Það eru vinkonur Guðnýjar, þær Guðrún Björk Elíasdóttir, Rakel Ýr Jónsdóttir, Birna Ágústsdóttir og Sunna Hólm Kristjánsdóttir sem standa fyrir söfnuninni. „Að glíma við krabbamein tekur stjórnina á lífinu en önnur verkefni og skyldur hverfa þó ekki og sinnir Guðný strákunum sínum af öllum þeim krafti sem hún á til en eins og við getum ímyndað okkur hefur heimur þeirra kollvarpast á stuttum tíma og mikið fyrir unga pjakka að fylgjast með veikindum mömmu sinnar. Þau fjörur eru algjört ofur og stuðningur ykkar allra hefur gríðarlega mikið að segja,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar.

Að sögn Sunnu hefur söfnunin gengið mjög vel, en hún mun standa til 5. desember. „Við stefnum á að afhenda fjölskyldunni gjafir ykkar þann 5. desember og þangað til verður söfnunin opin,“ segir Sunna. Söfnunarreikningurinn 307-13-300097, kennitala 070882-5319.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir