Sólrún Tinna sigraði í unglingaflokki á fyrsta mótinu í mótaröð Neista

Frá verðlaunaafhendingu í unglingaflokki. Mynd: Neisti.net.
Frá verðlaunaafhendingu í unglingaflokki. Mynd: Neisti.net.

Fyrsta mót vetrarins í mótaröð Neista var haldið í Reiðhöllinni Arnargerði fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Keppt var í T7, þar sem riðinn er einn hringur hægt tölt og einn hringur frjáls ferð. Úrslit urðu þessi, samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu.

Unglingaflokkur:

1. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum. 6,75.
2. Lara Margrét Jónsdóttir og keisari frá Hofi 6,25
3. Una Ósk Guðmundsdóttir og Bikar 6,0
4. Sunna Margrét Ólafsdóttir og Píla frá Sveinsstöðum 5,5
5. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Nökkvi frá Reykjum 5,2 

Opinn flokkur

1. Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal 6,7/7,25
2. Jón Kristófer Sigmarsson og Ösp frá Vallaholti 6,6/ 7,0
3. Jakob Víði Kristjánsson og Glanni frá Brekknakoti 6,2/6,5
4. Ólafur Magnússon og Garri frá Sveinsstöðum 6,6/6,5
5. Rúnar Örn Guðmundsson og Kasper frá Blönduósi 6,1/6,25

Rúnar Örn sigraði B úrslitin og keppti því í A úrslitum. Hlutkesti réði röð Jakobs og Ólafs í 3.-4. sæti.

Önnur mót í mótaröð Neista verða sem hér segir:

27. feb. verður Ísmót
17. mars verður fjórgangur
7. apríl verður tölt-skeið

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir