Sprungan í Ketubjörgum orðin 2-3 metra breið á yfirborði

Myndin lengst til vinstri er tekin í mars 2015, sú í miðjunni í júlí 2015 og myndin lengst til hægri í þessum mánuði. Sprungan er nú orðin 2-3 metrar á breidd á yfirborði. Myndir: Kristján Örn Kristjánsson.
Myndin lengst til vinstri er tekin í mars 2015, sú í miðjunni í júlí 2015 og myndin lengst til hægri í þessum mánuði. Sprungan er nú orðin 2-3 metrar á breidd á yfirborði. Myndir: Kristján Örn Kristjánsson.

Stór sprunga í Ketubjörgum á Skaga hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum síðan í byrjun síðasta árs. Nú er svo komið að sprungan er orðin 2-3 metrar á breidd á yfirborði.  Svæðið var girt af með lögregluborðum sl. sumar og ferðamenn ítrekað varaðir við hættum sem af sprungunum stafa. Sprungan er í björgunum í Syðri-Bjargarvík en Ketubjörgin eru vinsæll útsýnis- og áningarstaður við vestanverðan Skagafjörð.

Bjargsneiðin sem losnað hefur frá er um átta metrar á breidd og 50-60 metrar á hæð og samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Erni Kristjánssyni sem sendi Feyki meðfylgjandi samanburðarmyndir í dag.

Hrefna Gunnsteinsdóttir, ábúandi á Ketu, varð fyrst vör við sprunguna vorið 2014. Í samtali við morgunblaðið sl. vor sagði hún að mikið landbrot hefði átt sér stað í bjarginu í gegnum tíðina en þar væri nú meiri umferð ferðamanna á svæðinu en hún hefði nokkurn tímann kynnst á Skaga, bæði sumar og vetur. Í viðtalinu sagðist Hrefna óttast um öryggi ferðamanna og búfénaðar á svæðinu og vonaðist til að bjargið hryndi þegar frost færi úr jörð, en það gekk nú ekki eftir.

Tengdar fréttir:

Lögregla fylgist enn með Ketubjörgum (21. júlí 2015)

Hætt að lítast á blikuna (17. júlí 2015)

Hættulegar sprungur í Ketubjörgum (27. mars 2015)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir