Stefnir í stórkostlegt kvöld í íþróttahúsinu

Magni og Sigríður Thorlacius við æfingar fyrir Árið er... í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Magni og Sigríður Thorlacius við æfingar fyrir Árið er... í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Feykir leit við inn í Íþróttahúsið á Sauðárkróki fyrr í dag þar sem æfingar og undirbúningur stóð sem hæst fyrir  stórsýninguna „Árið er... - lögin sem lifa“. Í kvöld verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum flutt af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur.  

Þegar Feyki bar að garði voru Magni, Ellert Jóhanns, Sigga Beinteins, Sigríður Thorlacius, Sigvaldi, Sóla, og fleiri að fara á kostum á sviðinu á meðan verið var að koma fyrir fleiri tonnum af búnaði til að gera sýninguna sem glæsilegasta.

„Ég get fullyrt það að nokkur lög verða flutt betur hér í kvöld en þau voru gerð upprunalega,“ sagði Áskell Heiðar Ásgeirsson, einn skipuleggjandi tónleikanna þegar Feyki bar að garði.

Húsið opnað kl. 20:00 en tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Sérstök sýning fyrir börn hefst núna kl. 17:00. 

Fyrir neðan eru stutt myndskeið frá æfingum í dag og smá sýnishorn af því sem koma skal í kvöld. 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir