Stórleikur í Síkinu á mánudagskvöldi

Það verður toppslagur í Dominos-deildinni í körfubolta mánudagskvöldið 20. febrúar kl. 19:15 en þá koma Stjörnumenn í heimsókn í Síkið og munu kljást við baráttuglaða Tindstólsmenn. Stjarnan er sem stendur á toppi deildarinnar með 26 stig, líkt og KR. Stólarnir eru skrefinu á eftir með 24 stig og geta með sigri styrkt stöðu sína ennfrekar fyrir úrslitakeppnina. Góður stuðningur stuðningsmanna Stólanna er því mikilvægur og um að gera að fjölmenna í Síkið.

Bæði lið hafa átt í meiðslaveseni og þannig voru Stólarnir til að mynda án tveggja byrjunarliðsmanna í síðasta leik, Viðars og Chris Caird, og í raun vantaði fimm kempur í hópinn. Þá hafa Stjörnumenn verið án Justin Shouse. Leikmenn beggja liða hafa þó stigið upp og það má reikna með spennandi viðureign annað kvöld.

Leikurinn verður sýndur á Stöð2Sport en stuðningsmenn eru minntir á að það dugar lítið að klappa og hvetja heima í stofu – Síkið er rétti staðurinn!

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir