Styrkjum úthlutað úr Menningarsjóði KS

Tsvetan Tsvetanov Michevski, júdókappi, hlaut farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga, og konu hans, Hrafnhildi Stefánsdóttur. Á myndinni eru: Stefán Vagn Stefánsson, Tsvetan Tsvetanov Michevski, Ómar Bragi Stefánsson og Ingvi Hrannar Ómarsson. Mynd: FE
Tsvetan Tsvetanov Michevski, júdókappi, hlaut farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga, og konu hans, Hrafnhildi Stefánsdóttur. Á myndinni eru: Stefán Vagn Stefánsson, Tsvetan Tsvetanov Michevski, Ómar Bragi Stefánsson og Ingvi Hrannar Ómarsson. Mynd: FE

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði í gær, 19. desember, styrkjum til margvíslegra verkefna á sviði menningar og lista. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrk úr sjóðnum og voru það þeir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS, sem afhentu styrkina. Auk þeirra sitja í stjórn Menningarsjóðsins þau Efemía Björnsdóttir, Einar Gíslason og Inga Valdís Tómasdóttir.

Einnig var afhentur farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga, og konu hans, Hrafnhildi Stefánsdóttur. Bikarinn hlaut að þessu sinni Tsvetan Tsvetanov Michevski, júdókappi sem æfir með júdódeild Tindastóls. Hann er 17 ára gamall og hefur æft með deildinni frá því  í september 2016, þá nýfluttur til Sauðárkróks frá Búlgaríu ásamt fjölskyldu sinni. Hann hefur á þessum tíma náð góðum árangri í greininni og varð í haust í 1. sæti á haustmóti Júdósambands Íslands.  
Synir þeirra hjóna og sonarsonur, Ómar Bragi og Stefán Vagn Stefánssynir og Ingvi Hrannar Ómarsson, sáu um úthlutun bikarsins.

Að lokinni afhendingu styrkjanna tóku nokkrir styrkþeganna til máls og þökkuðu fyrir þann stuðning og velvilja sem þeirra framtaki væri sýnt með stuðningi sjóðsins.

Allir geta sótt um styrk í sjóðinn en stundum hefur sjóðurinn sjálfur frumkvæði að úthlutunum. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki og er röðin tilviljanakennd og segir ekki til um upphæðir styrkjanna:

Hestamannafélagið Skagfirðingur
Guðrún Björk Pétursdóttir
Sturlunganefnd
Júdódeild Tindastóls
Samgönguminjasafnið í Stóragerði
Ungmenna og íþróttafélagið Smári
Náttúrulækningafélag Íslands
Búminjasafnið í Lindabæ
Guðbrandsstofnun
Utanfararsjóður sjúkra í Skagafirði
Hólaneskirkja
Sögufélag Skagfirðinga
Skagfirðingasveit - Björgunarsveit
Pilsaþytur í Skagafirði
Á Sturlungaslóð í Skagafirði
Sunddeild Tindastóls
Digital horse ehf.
Skíðadeild Tindastóls
Heimilisiðnaðarsafnið
Jón Ormar Ormsson
Kvennakórinn Sóldís
Rökkurkórinn
Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju
Karlakórinn Heimir
Skagfirski kammerkórinn
Jón Bjarnason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir