Styrkur til námskeiðs í torfhleðslu og kortlagningar Fornra garða i Fljótum

Frá námskeiði í torfhleðslu og grindasmíði á Tyrfingsstöðum í Skagafirði. Mynd: Facebooksíða Fornverkeskólans.
Frá námskeiði í torfhleðslu og grindasmíði á Tyrfingsstöðum í Skagafirði. Mynd: Facebooksíða Fornverkeskólans.

Á Facebooksíðu Byggðasafns Skagfirðinga er greint frá því að Byggðasafnið og Fornverkaskólinn hafi nú á dögunum fengið styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Í hlut Byggðasafnsins komu 500.000 kr. til þess verkefnis að hefja rannsókn sem kallast Fornir garðar í Fljótum. Markmiðið með rannsókninni er að kanna forn garðlög sem finnast víða í Fljótum og eru talin gegna ýmsum hlutverkum, s.s. sem girðingar, landamerki og samgöngubætur. Svona umfangsmiklir og vel varðveittir garðar finnast ekki annarsstaðar í Skagafirði segir á Facebooksíðunni.  Í fyrsta áfanga verða garðarnir kortlagðir af loftmyndum en nokkrir þeirra hafa nú þegar verið aldursgreindir.

Fornverkaskólinn fékk einnig 500.000 kr. til stuðnings við námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í sumar. Dagsetning námskeiðanna verður vonandi auglýst fljótlega og þá er um að gera að skrá sig strax, því fyrstir koma fyrstir fá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir