Sviðsframkoma endurvakin

Skáldið les upp úr bók sinni
Skáldið les upp úr bók sinni

Sviðsframkoma var endurvakin í Gúttó í gærkvöldi en tilefnið var útkoma ljóðbókarinnar „Rökkur“ eftir Skarphéðinn Ásbjörnsson.

Atriðin sem boðið var upp á voru fjölbreytt en kvöldið byrjaði á tónlistarflutningi Gillons en síðan las Skarphéðinn úr bókinni sinni. Þá stigu á stokk feðginin Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Ása Svanhildur Ægisdóttir og sungu lög samin við ljóð Skarphéðins. Að lokum flutti svo Þórólfur Stefánsson lög á klassískan gítar og venjulegan kassagítar. Sviðsframkoman var vel sótt og var gerður góður rómur að kvöldskemmtuninni.

Teikningar úr bókinni eftir Guðbrand Ægi, voru til sýnis auk teikninga úr bók um Þórdísi spákonu sem kom út 2011 og er það í fyrsta skipti sem þær hafa verið til sýnis á Sauðárkróki.

Sýning á teikningunum verður svo opin næstu daga á eftir milli 17:00 og 19:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir