Tæpar 7 milljónir í skagfirsk fornminjaverkefni

Fyrir neðan gamla bæinn í Keflavík fanst kirkjugarður. fv. Þórey Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, Guðmundur Stefán Sigurðsson, Bryndís Zoega, Þór Hjaltalín og Guðný Zoega.
Fyrir neðan gamla bæinn í Keflavík fanst kirkjugarður. fv. Þórey Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, Guðmundur Stefán Sigurðsson, Bryndís Zoega, Þór Hjaltalín og Guðný Zoega.

Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2017. Alls bárust 50 umsóknir en veittir verða styrkir til 24 verkefna að þessu sinni. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fékk úthlutað tveimur styrkjum samtals 5,5 milljónum. Þá fékk Antikva ehf. 1.200.000 krónum til rannsókna á bátasaumi frá Kolkuósi.

Antikva er sjálfstætt starfandi rannsóknar- og þjónustufyrirtæki en þar innanbúðar er Ragnheiður Traustadóttir stjórnandi Hólarannsóknarinnar, einhverrar umfangsmestu fornleifarannsóknar sem ráðist hefur verið í á Íslandi

Styrkir fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga hljóðuðu annarsvegar upp á fjórar miljónir króna til Skagfirsku kirkjurannsóknarinnar þar sem rannsakaður er hinn nýfundni kirkjugarður í Keflavík í Hegranesi. Hins vegar fær byggðasögurannsóknin, Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar, eina og hálfa milljón krónur.

 

Sjá má nánar um úthlutunina á vef Minjastofnunar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir