Þekktur golfkennari í heimsókn

Hinn þekkti golfkennari, John R. Garner, mun verða í heimsókn hjá golfklúbbunum á Sauðárkróki og á Blönduósi af og til í sumar, fyrst nú í vikunni, og sinna þar kennslu.

Garner verður á Sauðárkróki á mánudag og þriðjudag. Þar er boðið upp á einstaklingstíma (40 mín.) sem kosta kr. 8.000,- og hjóna/paratíma ( 60 mín.) á 12.000 kr. Hóptímar fyrir 4-6 manns í 90 mínútur kosta 5.000 kr. á manninn.
Á Blönduósi verður Garner á fimmtudag og ætlar Golfklúbburinn Ós að bjóða börnum og unglingum, 10-18 ára upp á golfkennslu frá kl. 13:00-14:30 og 15:00-16:30. Þar verða einnig í boði einstaklings-, para-, og hóptímar á sömu kjörum og á Sauðárkróki. 

Garner er fyrrum atvinnumaður í golfi og vann hann eitt mót á Evróputúrnum á ferli sínum (British Match Play Champion 1972) og síðan á Evróputúr öldunga (Senior Tournament Champions of Champions 1999). Garner tók þátt í Ryder Cup keppninni árin 1971 og 1973 fyrir hönd Evrópu. Einn besti árangur Garners var árið 1974 þegar hann lenti í 11. sæti á Opna breska meistaramótinu en það ár vann Gary Player mótið í þriðja skiptið.

Garner hefur verið landsliðsþjálfari í gegnum tíðina og var til að mynda fyrsti landsliðsþjálfari Írlands árið 1983 þar sem hann þjálfaði Darren Clarke PGA atvinnukylfing sem vann Opna breska árið 2011. Garner þjálfaði íslenska landsliðið í golfi frá árunum 1989-1996 og flutti síðan til Íslands 2001-2002. Hann er kvæntur íslenskri konu, Svölu, sem mun verða honum til aðstoðar.

Allir áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Árnýju hjá Golfklúbbi Sauðárkróks, s. 849-9420 eða arnyl@simnet.is og á Blönduósi við Jóhönnu hjá Golfklúbbnum Ós í síma 864-4846 eða netfangið jgjon@mi.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir