Tvö mót hjá Skagfirðingi um næstu helgi

Frá KS deildinni 2016.
Frá KS deildinni 2016.

Hestamannafélagið Skagfirðingur stendur fyrir tveimur mótum um næstu helgi. Annars vegar opnu punktamóti föstudaginn 6. maí og hins vegar barna- og unglingamóti laugardaginn 7. maí. Er þetta byrjunin að miklu hestasumri í Skagafirði, eins og greint var frá í frétt hér á vefnum fyrr í vikunni.

Opið punktamót verður haldið á Sauðárkróki, föstudagskvöldið 6. maí.

Keppt verður í opnum flokki í eftirfarandi greinum:   

  • Tölti -T1,
  • Slaktaumatölti -T2,   
  • Fjórgangi-V1 og
  • Fimmgangi F1

Barna -og unglingamót verður haldið á Sauðárkróki laugardaginn 7.maí.

Keppt verður í:

  • Pollaflokki,
  • Þrautabraut
  • Barnaflokki:
  • Tölt -T8-Frjáls ferð á tölti- snúið við -frjáls fer tölti.
  • Fjórgangur - V5- Frjáls ferð á tölti- brokk-fet-stökk.
  • Þrautabraut.

Unglingaflokki:

  • Tölt -T7-Hægt tölt- snúið við- frjáls ferð á tölti.
  • Fjórgangur - V2- Hægt tölt-brokk-fet-stökk og greitt tölt.
  • Fimmgangur - F2- Tölt-brokk-fet-stökk og skeið
  • Þrautabraut.

Áætlað er að forkeppni verði riðin fyrir hádegi og úrslit eftir hádegi.
Verðlaun veitt fyrir stigahæsta knapa í hverjum flokki.

Skráning á bæði mótin fer fram í gegnum netfangið itrottamot@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir