Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks UMSS

Þóranna Ósk og Ísak Óli, í forgrunni ásamt, öðrum verðlaunahöfum. Mynd af FB UMSS.
Þóranna Ósk og Ísak Óli, í forgrunni ásamt, öðrum verðlaunahöfum. Mynd af FB UMSS.

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin 26. nóvember sl., en þar var verðlaunað afreksfólk UMSS á árinu 2017. Ísak Óli og Þóranna Ósk valin íþróttafólk UMSS.

Afreksmenn og afrekskonur voru verðlaunuð fyrir Íslandsmeistaratitla og Unglingalandsmótstitla en  einnig var tilkynnt um val á ungum og efnilegum frjálsíþrótta pilti og stúlku en það voru þau Óskar Aron Stefánsson og Aníta Ýr Atladóttir sem þann heiður hlutu.

Ísak Óli Traustason er frjálsíþróttamaður Skagafjarðar og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frjálsíþróttakona Skagafjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir