Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði

Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði fer fram þann 27. nóvember nk. Á samkomunni verða veittar viðurkenningar, þ.m.t. knapi ársins en þar eru Þórarinn Eymundsson, Mette Mannseth og Bjarni Jónasson tilnefnd. Ljósm./samsett af fb-síðu KS-Deildarinnar.
Uppskeruhátíð hestamanna í Skagafirði fer fram þann 27. nóvember nk. Á samkomunni verða veittar viðurkenningar, þ.m.t. knapi ársins en þar eru Þórarinn Eymundsson, Mette Mannseth og Bjarni Jónasson tilnefnd. Ljósm./samsett af fb-síðu KS-Deildarinnar.

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga og hestaíþróttaráð UMSS  boða til fagnaðar í Ljósheimum föstudaginn 27.nóvember kl. 20:30. Á samkomunni verða veittar viðurkenningar fyrir þrjú hæst dæmdu kynbótahross á árinu í hverjum aldursflokki. Einnig verður hrossaræktarbú Skagafjarðar árið 2015 kynnt og fær Ófeigsbikarinn. Tilnefnd bú eru Flugumýri II - Sauðárkrókshestar - Stóra Vatnsskarð - Ytra Vallholt og Þúfur. 


Tilnefndir sýnendur kynbótahrossa og sá sem hlýtur Kraftsbikarinn eru
Bjarni Jónasson - Gísli Gíslason - Magnús Br.Magnússon - Pétur Örn Sveinsson og Þórarinn Eym.

Afreksknapar í ýmsum greinum hestaíþróttar hljóta viðurkenningu.
Tilnefningar í hverjum flokki eru:

Barnaflokkur
Freydís  Þóra Bergsdóttir
Guðný Rúna Vésteinsdóttir
Stefanía Sigfúsdóttir
Þórgunnur Þórarinsdóttir

Unglingaflokkur
Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Guðmar Freyr Magnússon
Viktoria Eik Elvarsdóttir
Þórdís Pálsdóttir

Ungmennaflokkur
Finnbogi Bjarnason
Jón Helgi Sigurgeirsson
Sonja S. Sigurgeirsdóttir

Gæðingaknapi
Magnús Bragi Magnússon
Skapti Steinbjörnsson
Þórarinn Eymundsson

Íþróttaknapi
Bjarni Jónasson
Mette Mannseth
Þórarinn Eymundsson

Knapi ársins
Bjarni Jónasson
Mette Mannseth
Þórarinn Eymundsson 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir