Urald King á Krókinn

Urald King hefur verið öflugur með Val en þar hefur hann verið sl. tvö tímabil. Nú kemur hann á Krókinn fyrir næsta tímabil. Mynd: Karfan.is
Urald King hefur verið öflugur með Val en þar hefur hann verið sl. tvö tímabil. Nú kemur hann á Krókinn fyrir næsta tímabil. Mynd: Karfan.is

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fengið Urald King í sínar raðir fyrir komandi tímabil. King er 27 ára framherji og kemur frá Val, var með 22.9 stig að meðaltali í leik og 15 fráköst.

Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar telur að King henti liðinu afskaplega vel, enda topp leikmaður þarna á ferð. Að hennar sögn er leikmannamarkaðurinn erfiður þetta árið, en stjórnin útilokar ekki að verið sé að skoða fleiri leikmenn. Feykir óskar Urald King góðs gengis með nýju liði og býður hann velkominn á Krókinn.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra góða takta hjá King.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir