Útboð á skólamáltíðum í Blönduskóla

Mynd af vef www.blonduos.is
Mynd af vef www.blonduos.is

Blönduósbær auglýsir á vef sínum eftir tilboðum í skólamáltíðir skólaárið 2018-2019. Verkið felst í framleiðslu hádegisverða fyrir nemendur og starfsfólk, flutningi frá framleiðslustað til skóla og frá skóla að matarhléi loknu hvern dag.

Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós frá 19. júlí 2018. Tilboð verða opnuð á sama stað klukkan 11:00 þann 30. júlí næstkomandi.

Í bókun sveitarstjórnar frá 12. júlí kemur fram að sveitarstjórn ítrekar að lögð verði aukin áhersla á lýðheilsumarkmið í útboðsgögnum en gert hefur verið í undanförnum útboðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir