Úthlutað úr Sprotasjóði 2018

Nú á dögunum var úthlutað úr Sprotasjóði fyrir starfsárið 2018-2019 en sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Alls hlutu 38 verkefni styrki að þessu sinni og var heildarupphæð styrkjanna rúmlega 54 milljónir kr. Að þessu sinni voru áherslusvið sjóðsins þrjú, verklegt nám, vellíðan og menntun fyrir alla. Alls bárust 83 umsóknir um styrki úr sjóðnum og var heildarupphæð umsóknanna rúmar 190 milljónir.    

„Sprotasjóður er gegnir afar mikilvægu hlutverki í þróun og nýsköpun í íslensku skólastarfi. Það er ánægjulegt að sjá hversu margar metnaðarfullar og vel útfærðar umsóknir berast frá kennurum á öllum skólastigum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Tveir skólar á Norðurlandi vestra hlutu styrk frá sjóðnum að þessu sinni. Blönduskóli fékk 1.500.000 krónur vegna verkefnisins Heilsuefling í Blönduskóla og Varmahlíðarskóli fékk 500.000 krónur til verkefnisins Leiðin að leiðsagnarmati - í stærðfræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir