Veðurklúbburinn á Dalbæ

Krossinn á Nöfunum á Sauðárkróki í blíðunni í gær. Mynd: KSE
Krossinn á Nöfunum á Sauðárkróki í blíðunni í gær. Mynd: KSE

Þriðjudaginn 6. desember 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 14:00. Þar sem í mörgu var að snúast á jólaföstu voru fundarmenn óvenjufáir eða sjö talsins. Fundinum lauk kl. 14:15.

Að vonum voru klúbbfélagar mjög ánægðir með hversu sannspáir menn voru varðandi veður í nóvember. Nýtt tungl kviknaði 29. nóvember og svo sem getið var um í síðustu spá er það ráðandi fyrir veðurfar í desember. Næst kviknar tungl 29. desember í austri og er það jólatungl. Jafnvel má búast við breytingum á veðri upp úr því.

Í megindráttum verður veður í desember svipað og það hefur verið undanfarið, margátta og hlýtt m.v. árstíma. Jól og áramót verða flekkótt en engin illviðri.

 

Veðurvísa desember mánaðar

Þó desember sé dimmur,

þá dýrðleg á hann jól.

Með honum endar árið

og aftur hækkar sól.

Með bestu óskum um gleðileg jól.

Veðurklúbburinn á Dalbæ

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir