Vel heppnað æskulýðsmót hjá Neista

Úrslit í smala. F.v. Elísabet Nótt, Kristín Erla, Magnús og Salka Kristín. Þórdísi og Bríet vantar á myndina. Mynd: Neisti.net.
Úrslit í smala. F.v. Elísabet Nótt, Kristín Erla, Magnús og Salka Kristín. Þórdísi og Bríet vantar á myndina. Mynd: Neisti.net.

Æskulýðsmót Hestamannafélagsins Neista var haldið um síðustu helgi í reiðhöllinni Arnargerði. Þátttaka var góð og kepptu 14 börn í barnaflokki og níu í pollaflokki.

Í barnaflokki var keppt í smala, tölti og þrígangi og pollar sýndu smala og frjálsa ferð.
„Mótið tókst vel og var skemmtilegt fyrir ungu knapana og áhorfendur. Krakkarnir voru til fyrirmyndar, kát og glöð, á hreinum hestum og létu sko ekki bíða eftir sér,“ segir á vef Hestamannafélagsins Neista.
Allir keppendur fengu þátttökuverðlaun og í lokin buðu foreldrar upp á kökuhlaðborð.

Myndir frá mótinu má sjá á vef Neista og á Facebooksíðu Neista.

Úrslit mótsins urðu þessu:

T7 tölt
1. Salka Kristín Ólafsdóttir
2. Magnús Ólafsson
3. Þórey Helga Sigurbjörnsdóttir
4.-5. Kristín Erla Sævarsdóttir
4.-5. Harpa Katrín Sigurðardóttir
6.    Tanja Birna Björgvinsdóttir

Þrígangur
1. Þórey Helga Sigurbjörnsdóttir
2. Harpa Katrín Sigurðardóttir
3. Tanja Birna Björgvinsdóttir
4. Kristín Erla Sævarsdóttir
5. Þórdís Katla Atladóttir

Smali
1. Salka Kristín Ólafsdóttir
2. Magnús Ólafsson
3. Kristín Erla Sævarsdóttir
4. Þórdís Katla Atladóttir og Bríet Sara Sigurðardóttir
5. Elísabet Nótt Guðmundsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir