Viðar og Pétur í stuði með íslenska U20 landsliðinu

Strákarnir flottir í Grikklandi. Pétur (7) og Viðar (12) eru í fremri röð til hægri.  MYND: KKÍ.IS
Strákarnir flottir í Grikklandi. Pétur (7) og Viðar (12) eru í fremri röð til hægri. MYND: KKÍ.IS

Íslenska U20 landsliðið vann í gær glæsilegan 94-54 sigur á Georgíu í átta liða úrslitum B-deildar Evrópumóts landsliða sem fram fer í Grikklandi. Tindastólsmennirnir tveir, Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson, stóðu heldur betur fyrir sínu og eru nú komnir í undanúrslit ásamt félögum sínum.

Á Karfan.is segir frá því að „...Ísland náði yfirhöndinni strax í upphafi og gaf ekki tommu eftir allan leikinn. Í hálfleik var staðan 45-24 og þurfti mikið til að Georgía næði að snúa leiknum sér í hag. Hið gagnstæða gerðist og íslensku strákarnir bættu í stöðuna enn meira í seinni hálfleik. Munurinn þegar leiknum lauk var 40 stig og Georgíu menn því gjörsigraðir í Grikklandi.“

Þeir Hjálmar Stefánsson og Jón Axel voru atkvæðamestir með 15 stig og sjö fráköst. Skotnýting liðsins var mjög fín eða 50% fyrir innan þriggja stiga línuna og 37% við þriggja stiga línuna.  Pétur var með 12 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar á tæpum 19 mínútum en Viðar skilaði sjö stigum og sex fráköstum á rúmum 17 mínútum.

Ljóst er að andstæðingar Íslands í undanúrslitum verða heimamenn í Grikklandi sem eru enn ósigraðir í keppninni. Leikur liðanna fer fram í dag. Skagfirðingar senda strákunum eflaust baráttukveðjur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir