Vilko gefur veglega gjöf til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi

Kári Kárason, Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, formaður Hollvinasamtakanna og Ásdís H. Arinbjörnsdóttir, stjórnarmaður í Hollvinasamtökunum við afhendinguna. Mynd: Jón Sigurðsson/Húni.is
Kári Kárason, Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, formaður Hollvinasamtakanna og Ásdís H. Arinbjörnsdóttir, stjórnarmaður í Hollvinasamtökunum við afhendinguna. Mynd: Jón Sigurðsson/Húni.is

Í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá því að Vilko ehf. kom á Blönduós færði fyrirtækið Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi andvirði sjö sjónvarpstækja að gjöf. „Það var ákveðið af framkvæmdastjóra og stjórn Vilko, að fagna 30 ára afmæli Vilko á Blönduósi með einhverjum hætti og að styrkja HSN var alveg tilvalið,“ sagði Kári Kárason framkvæmdastjóri Vilko ehf. í samtali við Húna.is. 

Á Húna.is segir Kári jafnframt að allir vissu hve mikil afþreyingarþörf væri þegar sjúkrahúsdvöl væri annars vegar og því fannst fyrirtækinu hugmyndin góð að gefa sjónvörp inn á sjúkraherbergin. „Starfsmenn Vilko eru sjö og því var ekki spurning um að gefa sjö sjónvörp, eitt fyrir hvern starfsmann.“

Við tækifærið hvatti Kári önnur fyrirtæki og stofnanir í héraði til að hugsa vel til HSN og styrkja með því gott málefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir