Vinadagurinn í Skagafirði

Stór hópur barna og unglinga fyllti íþróttahúsið. Myndir:FE
Stór hópur barna og unglinga fyllti íþróttahúsið. Myndir:FE

Í dag héldu skólarnir í Skagafirði sinn árlega vinadag. Var þetta í sjötta skipti sem dagurinn er haldinn en á vinadegi koma allir grunnskólanemendur fjarðarins saman ásamt skólahópum leikskólanna og nemendum FNV.

Vinadagurinn er hluti af stærra verkefni, Vinaverkefninu, sem er samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla, fjölskyldusviðs og foreldra í Skagafirði. Dagskráin hófst með því að hver árgangur átti samverustund og vann saman skemmtileg verkefni en að henni lokinni kom allur hópurinn saman í Íþóttahúsinu þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir