Vörusmiðja BioPol kynnir aðstöðu fyrir frumkvöðla og framleiðendur

Kynningarfundir vegna starfsemi Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd fara fram í næstu viku en smiðjan hefur öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu. Leyfilegt er þó að vinna með fleira en matvæli s.s. öll hráefni til olíugerðar, í snyrtivörur og eða sápur. Smiðjan mun taka til starfa innan tíðar.

Góð aðstaða verður í Vörusmiðjunni fyrir frumkvöðla og framleiðendur til að taka fyrstu skrefin í þróun á vörum sínum og aðstaða er til að undirbúa veislur og bakstur fyrir stór tilefni. Þá verður hægt að leigja aðstöðuna undir námskeiðahald.

Að sögn Þórhildar Maríu Jónsdóttur mun smiðjan verða opin alla virka daga frá 8.00-17.00 en hægt verður að semja um kvöld- og helgaropnun. Þórhildur segir að leigugjaldi verði stillt í hóf þar sem stefnan sé að styðja smáframleiðendur í að koma vörum sínum á markað og geta þannig aukið verðmæti í heimabyggð.

Fundirnir verða sem hér segir:

Laugarbakki: Félagsheimilið Ásbyrgi                        -           þriðjudaginn 22. ágúst kl. 15.00

Skagafjörður: Kakalaskáli                              -           miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15.00

Skagaströnd: Gamla Kaupfélagið, efrihæð    -           fimmtudaginn  24. ágúst kl. 14.00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir