Yfirlýsing frá Ferðamálafélagi Vestur-Húnavatnssýslu

Stjórn Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu harmar viðvarandi og langvinnt sinnuleysi á viðhaldi og uppbyggingu Vatnsnessvegar (nr. 711). Þrátt fyrir ítekraðar ábendingar til þingmanna, ráðherra og Vegagerðarinnar, til margra ára, er ástand vegarins algerlega ólíðandi.

Aukin dreifing ferðamanna um landið er yfirlýst stefna stjórnvalda, og Húnaþing vestra getur vel tekið við fleiri gestum, enda eru hér frábærir möguleikar til afþreyingar, náttúruskoðunar, gistingar, og til að njóta veitinga; svo lengi sem vegurinn um Vatnsnes er boðlegur heimamönnum jafnt og gestum. Ástand vegarins er stærsti hamlandi þáttur áframhaldandi uppbyggingar ferðaþjónustu á svæðinu, og það sem meira er, orsök mikillar óánægju og óþæginda heimamanna. Um veginn fara vel á annað þúsund manns dag hvern yfir sumarið, og hættan á því að þessir vegfarendur verði fyrir alvarlegu slysi, sökum ástands vegarins, er óásættanleg með öllu.an g hvern,

 Við skorum á stjórnvöld að útvega Vegagerðinni nægjanlegt fjármagn til þess að laga veginn án tafar, og leggja fram áætlun um framtíðarlausn hið allra fyrsta.

 

            Hvammstanga, 26.7.2016

           

            F.h. stjórnar Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu

            Sigurður Líndal Þórisson, formaður

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir