Yngri kynslóðinni boðið í Gúttó

Málað af innlifun. Mynd:Facebooksíðan Sólon myndlistarfélag
Málað af innlifun. Mynd:Facebooksíðan Sólon myndlistarfélag

Myndlistarfélagið Sólon, sem er félag áhugafólks um myndlist í Skagafirði og nágrenni, ætlar að bjóða krökkum að koma í heimsókn í Gúttó (rauða húsið á bak við  Sauðárkróksbakarí) á Sauðárkróki á sunnudaginn milli kl. 15:00 og 17:00 og mála með akríl á masonite plötur. Plöturnar eru í A3 og A4 stærðum og passa því vel í standard rammastærðir. Áhugasamir geta því notað tækifærið og búið til þessa fínu jólagjöf handa t.d. ömmum og öfum.

Ekki verður innheimt efnisgjald en Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga styrkti verkefnið. Viðburðurinn er ætlaður fyrir krakka á aldrinum 1-16 ára en þeir sem eru yngri en 8 ára þurfa að hafa fullorðinn með sér til aðstoðar.  Það verður kaffi á könnunni í Gúttó og einnig verður boðið upp á djús og piparkökur.  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir