Fréttir

Öruggur sigur og fjórða sætið varð Stólastúlkna

Það varð ljóst eftir leiki gærkvöldsins í 1. deild kvenna í körfunni að það er lið Snæfells sem Stólastúlkur mæta í úrslitakeppninni. Fyrsti leikur liðanna verður í Stykkishólmi næstkomandi sunnudagskvöld en heimaleikur í Síkinu miðvikudaginn 10. apríl en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Í gærkvöldi kláraði lið Tindastóls sinn leik gegn b-liði Keflavíkur af miklu öryggi í lokaumferð deildarkeppninnar en lokatölur urðu 81-43. Þetta er í fyrsta sinn á þessari öld sem kvennalið Tindastóls kemst í úrslitakeppni um sæti í efstu deild.
Meira

Sjónhorn og Feykir koma út á morgun

Vanalega eru Sjónhorn og Feykir prentuð í Hafnarfirði á þriðjudagsmorgni og eru klár í dreifingu á miðvikudagsmorgni. Páskahelgin setur strik í reikninginn þessa vikuna því gengið var frá uppsetningu á blöðunum í gær og verið er að prenta þau núna. Það þýðir að Sjónhorn og Feykir fara í dreifingu degi síðar en vanalega.
Meira

Allir í Síkið !

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki kvenna í körfubolta. Stelpurnar spila seinasta deildarleikinn sinn í kvöld, þriðjudaginn 2.apríl, við lið Keflavíkur u.fl. og hefst leikurinn kl.19:00.
Meira

1. apríl liðinn og margir anda léttar

Í dag er 2. apríl og gaman að velta aðeins fyrir sér hvort margir hafi hlaupið 1. apríl í gær. Fréttamiðlar fara oft af stað með lygavefi og fá fólk til að hlaupa af stað til þess að nýta sér eitthvað stórgott tilboð eða sjá eitthvað sem hefur rekið á fjörur á áður óséðum stöðum. Á meðan aðrir sjá í gegnum platið eru alltaf einhverjir sem falla í gildruna. 
Meira

HEITASTA GJÖFIN - „Man lítið úr fermingunni sjálfri fyrir utan hláturskast á vandræðalegu augnabliki“

Eva María er frá Siglufirði og býr í Birkihlíðinni á Sauðárkróki. Eva er gift Birni Magnúsi og eiga þau fjögur börn á aldrinum 7-17 ára. Hún vinnur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki en er í veikindaleyfi eins og er.
Meira

„Það voru sumir orðnir vel skelkaðir“

Enn er víða erfið færð og lítið ferðaveður á Norðurlandi en þegar þessi frétt er skrifuð er þó hægt að komast úr Skagafirði og suður ef notast er við Vatnsskarð og Holtavörðurheiði. Vonskuveður var á Vatnsskarði í gærdag og var haft eftir Þorgils Magnússyni hjá Björgunarfélaginu Blöndu í fréttum Sjónvarps að aðstæður á Vatnsskarði hafi verið erfiðar; fljúgandi hálka og stórhríð og fólk hreinlega hrætt.
Meira

„Ísey stal veskinu hennar mömmu“

Í Suðurgötunni á Króknum býr ung dama að nafni Ísafold Sól Sveinþórsdóttir og hundurinn hennar Ísey. Foreldrar hennar heita Sigþrúður Jóna Harðardóttir og Sveinþór Ari Arason og svo á hún einn bróður sem heitir Ísidór Sölvi. Hundurinn hennar Íseyjar er blanda af Border collie og Labrador og þeir sem þekkja til þessarar blöndu vita að þarna er á ferðinni vinalegur og kraftmikill fjölskylduhundur.
Meira

Allt að 70 bifreiðar í vandræðum á Vatnsskarði

Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur vegfarendur til að fylgjast vel með færð og veðri en gul veðurviðvörun er fyrir umdæmið í dag. Björgunarsveitir eru að störfum á Vatnsskarði en þar eru ökumenn allt að 70 bifreiða í vandræðum í mjög slæmu veðri. Búið er að loka Öxnadalsheiði.
Meira

Algjörlega geggjuð Spánarferð fótboltastúlknanna frá Norðurlandi vestra

Úrvalslið Tindastóls, Hvatar og Kormáks (THK) í 3. flokki kvenna fór snilldar æfinga- og keppnisferð til Salou á Spáni nú seinni partinn í mars og tók þar þátt í Costa Daurada Cup. Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar stóðu sig með miklum glæsibrag og skiluðu sér í undanúrslit þar sem þær urðu að þola tap gegn liði frá Japan. Þær urðu því að deila 3.-4. sæti með liði sem kallast Bayern Munchen. Feykir plataði einn af liðsstjórum hópsins, Þóreyju Gunnarsdóttur, til að segja frá Spánarferðinni sem hún segir hafa verið algjörlega geggjaða.
Meira

HEITASTA GJÖFIN - „Auðvitað hárlokkur sitthvoru megin við andlitið“

Arna Ingimundardóttir er frá Sauðárkróki og býr í Iðutúninu á Króknum og er gift Jóhanni Helgasyni og eiga þau saman fjögur börn. Arna er ljósmóðir, vinnur í mæðravernd á HSN Blönduósi og á fæðingadeildinni á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Meira