Fréttir

Nóg af verkefnum framundan hjá Fornverkaskólanum

Það er óhætt að segja að það verður nóg að gera hjá Fornverkaskólanum á árinu. Í lok apríl ætlum við að bregða fyrir okkur betri fætinum og taka stefnuna austur á Seyðisfjörð, þar sem Fornverkaskólinn ætlar að kynna torfarfinn fyrir nemendum LungA lýðskóla. Námskeiðið verður að stórum hluta í máli og myndum og ef veður verður skaplegt og sæmilegt færi verður mögulega hægt að grípa í skóflu og undirristuspaða til ánægju og yndisauka. Setji snjór og vetrarfærð okkur skorður er e.t.v. hægt að fara í tilraunaverkefni með snjóhnausa og streng.
Meira

Heiminn vantar fleiri faðmlög | Leiðari 14. tbl 2024

Faðmlag er eitt af mörgum fallegum orðum í íslenskunni. „Faðmlög eru einstaklega jákvæð leið til samskipta og til að sýna væntumþykju. Vinir faðmast og við sýnum fólkinu okkar væntumþykju með faðmlögum,“ segir á netsíðunni Hjartalíf.is og þar er reyndar sagt að faðmlög minnki hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og losi um streytu. Það eru því fá – ef einhver – lög betri en faðmlögin og þau ættu að ósekju að tróna á toppi vinsældalista okkar íbúa bláa hnattarins.
Meira

Góður árangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður í skeiðkeppninni

Keppni í 150m skeiði Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fór fram í dag á Sauðárkróki. Í frétt á Facebook-síðu deildarinnar segir að náðst hafi flottir tímar miðað við árstíma og veður og ekki margir sprettir sem klikkuðu. Sigurvegarar reyndust Agnar Þór Magnússon og Kastor frá Garðshorni frá Þelamörk sem fóru brautina á tímanum 14,7 sek.
Meira

Rúnar Már til liðs við Skagamenn

Króksarinn og knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur nú snúið heim á klakann eftir fjölmörg ár erlendis í atvinnumennsku. Hann er reyndar ekki genginn til liðs við Tindastól því hann hefur skrifað undir samning við ÍA, sem nú spilar í Bestu deildinni, en samningur hans við Skagamenn gildir til loka tímabilsins 2026.
Meira

Vallarsvæðið á Króknum á floti eftir leysingar | Leiknum frestað

Eftir kuldatíð til langs tíma, þar sem hitamælar með plús tölum virtust flestir úreltir, þá skall á með tíu stiga hita og sunnanvindi í dag. Veðurstofan hafði í vikunni birt gula viðvörun fyrir Norðurland þar sem varað var við leysingum. Sú spá gekk eftir og breyttist snjórinn í vatnsflaum. Feykir kíkti í sveitina til að kanna aðstæður en þá brá svo við að snjórinn í Grænuklaufinni á Króknum rann allur út á íþróttasvæðið og útlit fyrir nokkuð tjón.
Meira

Þegar fyrsti leikur fer í gang er sumarið komið!

Það kemur sjálfsagt engum á óvart sem þekkir Bryndísi Rut Haraldsdóttur, fyrirliða kvennaliðs Tindastóls í Bestu deildinni í knattspyrnu, að sumarið leggst alveg rosalega vel í hana. „Ég er orðin mjög spennt að byrja tímabilið eftir langan vetur og held að þetta verði alveg ótrúlega gaman – eins og þetta er nú alltaf!“ segir hún hress og jákvæð. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliðann en fyrsti leikur Stólastúlkna í Bestu deildinni er á morgun, sunnudag kl. 16, og er frítt á völlinn í boði Uppsteypu.
Meira

Skemmtileg stund og sérlega þjóðleg

Laugardaginn 6. apríl sl. var boðað til mikillar og þjóðlegrar menningarveislu í gamla fjósinu í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu þar sem fram fór viðburðurinn Hrossakjöt og kvæðaraus. Undirritaður var gestur þeirra hjóna, og ferðaþjónustubænda, Freyju Ólafsdóttur og Einars Kolbeinssonar og í stuttu máli sagt var þetta einstaklega skemmtileg stund og sérlega þjóðleg.
Meira

Er botninum náð, vísnavinir góðir?

Það styttist í Sæluviku Skagfirðinga og því rétt að minna á Vísnakeppni Safnahússins sem sagt var frá fyrr í mánuðinum hér í Feyki. Vísur og botnar verða að hafa borist Safnahúsi Skagfirðinga Faxatorgi 55, Sauðárkróki í síðasta lagi á miðnætti 23. apríl nk.
Meira

Umhverfisdagur FISK Seafood 2024

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn 4. maí nk. frá klukkan 10-12. Áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki (sem verður skipt upp í svæði), Nöfunum, í Varmahlíð, á Hólum og á Hofsósi. Frá 12:15 mun FISK Seafood bjóða öllum þátttakendum að þiggja veitingar að Sandeyri 2.
Meira

Ævintýrið úti hjá liði Tindastóls

Strax í haust voru bara þrjú hjól undir bíl meistara Tindastóls og eftir það var nánast sama hvaða hindrun varð á vegi hans, það varð allt til að hægja ferðina. Hann hökti reyndar inn í bikarúrslit og í úrslitakeppnina þó með naumindum væri. Stólakagginn sem allir biðu eftir að hrykki í gírinn, kæmi sterkur inn á endasprettinum, var eiginlega hálf vélarvana allt tímabilið. Leikurinn í Smáranum í kvöld var reyndar góður en enn og aftur voru Stólarnir sjálfum sér verstir. Lokakarfan var Grindvíkinga og hún skipti sköpum – lokastölur 91-89. Stólarnir því snemma í sumarfrí þennan veturinn og kannski allir fegnir – þessi bíll þarf í allsherjar yfirhalningu.
Meira