Fréttir

Kormákur Hvöt leikur á Sjávarborgarvellinum í sumar!

Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og hinn rómaði veitingastaður Sjávarborg hafa með bros á vör skrifað undir samning þess efnis að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar leiktíðina 2024. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila.
Meira

Tréiðnaðardeild FNV útskrifar nemendur með nýjustu þekkingu hverju sinni

Hluti náms í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki felst í því að byggja timburhús sem unnin eru í samvinnu við fyrirtæki í héraðinu. Samvinnan felst í því að kennarar deildarinnar annast kennslu og stjórna vinnu nemenda en fyrirtækin útvega teikningar og efni og sjá um byggingastjórn og meistaraábyrgð. Aðsókn að skólanum er mikil og er deildin fullskipuð bæði í dagskóla og helgarnámi.
Meira

Ekki beinlínis ágætis byrjun

Fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls í úrslitakeppninni fór fram í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Ekki ráku meistararnir beinlínis af sér slyðruorðið með frammistöðu sinni þrátt fyrir að hafa skorað 88 stig því Grindvíkingar gerðu 111 og synd að segja að varnarleikur Stólanna hafi verið upp á marga fiska. Það voru tapaðir boltar sem reyndust dýrkeyptir að þessu sinni. Venju samkvæmt voru Stólarnir vel og dyggilega studdir en það var fátt til að gleðja þá þegar á leið.
Meira

Fyrirspurn um grjótkast á Alþingi

Nú í apríl hlotnaðist mér óvænt sá heiður að sitja nokkra daga á Alþingi fyrir Flokk fólksins. Ég notaði tækifærði og skráði inn fyrirspurn til fyrrverandi innviðaráðherra, Sigurðar Inga, formanns Framsóknarflokksins, um tjónið sem vegfarendur hafa orðið fyrir vegna grjótkasts frá misheppnaðri klæðningu á nýlögðum Þverárfjallsvegi.
Meira

Þórarinn Eymunds marði fimmganginn í Meistaradeild KS

Þriðja keppniskvöld Meistaradeildar KS fór fram 3. apríl þegar keppt var í fimmgangi. Mörg góð hross voru skráð til leiks og nokkrir reynsluboltar voru innan um nýja og efnilega. Mjög mjótt var á munum en að lokum var það hátt dæmdi stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti og knapi hans Þórarinn Eymundsson sem sigruðu með einkunnina 7,21.
Meira

Kosning til biskups Íslands hafin

Á kirkjan.is kemur fram að kosning til biskups Íslands hefst í dag 11. apríl kl. 12:00 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl. Kosningin fer fram með rafrænum hætti á https://kirkjan.is/kosning
Meira

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi. Hún gekk í verk af skörungsskap, en ekki síður af fagmennsku, hlýju og virðingu fyrir fólki og mismunandi aðstæðum þess, bæði í gleði og sorg. Hið sama má segja um störf hennar sem sveitaprests í Borgarfirði og Dómkirkjuprests, samtals í yfir 20 ár.
Meira

Kvenfélagið Freyja færði skólanum hjartastuðtæki

Í síðustu viku kom Dagný Ragnarsdóttir, formaður kvenfélagsins Freyju, og færði Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki. Í frétt á netsíðu skólans er tekið fram að vonandi muni gjöfin aldrei koma að notum „…en erum við þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans.“
Meira

Airfryer námskeið Farskólans slær í gegn

Fyrsta námskeiðið í Eldað í Airfryer var haldið í fyrrakvöld og vakti mikla lukku. „Vel heppnað, mikil ánægja, mikið hlegið, mjög gagnlegt, út fyrir þægindaramman í tilraunastarfsemi og dásamlega góður matur, eru þær lýsingar sem við höfum heyrt frá þeim sem tóku þátt,„ segir á Facebook-síðu Farskólans
Meira

Færa þurfti Onnann vegna komu áburðarskips til Skagastrandar

Færa þurfti Onnann í Skagastrandarhöfn í gærmorgun og var það gert með viðhöfn á meðan veður var hagstætt fyrir slíkar æfingar. Fram kemur á netsíðu hafnarinnar að ástæðan fyrir þessu brambolti hafi verið sú að von er á áburðarskipinu Frisian Octa til hafnar á Skagaströnd um miðjan aprílmánuð.
Meira