Hestar

Góður árangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður í skeiðkeppninni

Keppni í 150m skeiði Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fór fram í dag á Sauðárkróki. Í frétt á Facebook-síðu deildarinnar segir að náðst hafi flottir tímar miðað við árstíma og veður og ekki margir sprettir sem klikkuðu. Sigurvegarar reyndust Agnar Þór Magnússon og Kastor frá Garðshorni frá Þelamörk sem fóru brautina á tímanum 14,7 sek.
Meira

Þórarinn Eymunds marði fimmganginn í Meistaradeild KS

Þriðja keppniskvöld Meistaradeildar KS fór fram 3. apríl þegar keppt var í fimmgangi. Mörg góð hross voru skráð til leiks og nokkrir reynsluboltar voru innan um nýja og efnilega. Mjög mjótt var á munum en að lokum var það hátt dæmdi stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti og knapi hans Þórarinn Eymundsson sem sigruðu með einkunnina 7,21.
Meira

Ásta Guðný sigraði fullorðinsflokk Smalans

Smalinn, lokamótið í Vetrarmótaröð Hestamannafélagsins Þyts, var haldinn laugardagskvöldið 30. mars sl. Keppt var í polla-, barna-, unglinga- og fullorðinsflokki. Tveir pollar mættu til leiks og stóðu sig auðvitað vel, en það voru þau Margrét Þóra Friðriksdóttir Líndal og Draumur frá Hvammstanga og Sólon Helgi Ragnarsson á Vídalín frá Grafarkoti.
Meira

Skagfirska mótaröðin - úrslit sl. helgi

Annað mótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið laugardaginn 2. mars í Svaðastaðahöllinni á Króknum og var keppt í fjórgangi V2 í 1. flokki, 2. flokki, ungmennaflokki og unglingaflokki. Þá var einnig keppt í fjórgangi V5 í 3. flokki og barnaflokki. Í V2 1. flokki vann Lea Christine Busch á Síríus frá Þúfum en þau hlutu 7,23 í einkunn. Í 2. flokk vann Þóranna Másdóttir á Dalmari frá Dalbæ með 6,63 í einkunn og í ungmennaflokkinn vann Auður Karen Auðbjörnsdóttir á Báru frá Gásum með 6,60 í einkunn. Hjördís Halla Þórarinsdóttir vann svo unglingaflokk á Flipa frá Bergstöðum með 7,13 í einkunn. Í V5 í 3. flokki vann Hrefna Hafsteinsdóttir á Sóldísi frá Hóli og í barnaflokki vann París Anna Hilmisdóttir á Gný frá Sléttu með 6,29 í einkunn. 
Meira

Vetrarmótaröð Þyts var haldið sl. laugardag

Hestamannafélagið Þytur hélt sitt fyrsta mót í Vetrarmótaröðinni þann 9. febrúar og var þá keppt í gæðingatölti í öllum flokkum en sl. laugardag, 24. febrúar, var annað mótið haldið og keppt var í fjórgangi og T4. Á heimasíðu Hestamannafélagsins segir að þátttakan hafi verið með ágætum á báðum mótunum í flestum flokkum en pollaflokkurinn hefur aldrei verið jafn stór, svo framtíðin er björt í hestasportinu og gaman var að sjá hversu margir áhorfendur voru á svæðinu. 
Meira

Góð þátttaka í fyrsta móti Skagfirsku mótaraðarinnar

Fyrsta mótið í Skagfirsku mótaröðinni var haldið sl. laugardag í Svaðastaðahöllinni á Króknum. Keppt var í B-flokki og boðið var upp á eftirfarandi flokka: 1.flokk (gæðingaflokkur 1), 2.flokk (gæðingaflokkur 2), 3.flokk, Ungmennaflokk, Unglingaflokki og Barnaflokk. Þátttakan var mjög góð og til gamans má geta að Pollaflokkurinn var á sínum stað þar sem yngstu knaparnir fengu að spreyta sig. Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins. 
Meira

Þorsteinn kjörinn reiðkennari ársins

Þorsteinn Björnsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum, var fyrir jól kjörinn reiðkennari ársins. Það er menntanefnd Landsambands hestamanna sem auglýsti eftir tilnefningum til reiðkennara ársins og svo fór kosning fram í netkosningu. Valið að þessu sinni stóð milli Heklu Katharínu Kristinsdóttur, Finnboga Bjarnasonar og Þorsteins.
Meira

Þúfur Ræktunarbú ársins ásamt Fákshólum

Í fyrsta sinn voru tvö hrossaræktarbú verðlaunuð sem Ræktunarbú ársins en það voru hrossaræktunarbúið Þúfur og Fákshólar.
Meira

Á Norðurlandi vestra eru 5 bú tilnefnd til ræktunarverðlauna í hrossarækt

Nú hefur verið tilkynnt hvaða hrossaræktarbú fagráð í hrossarækt tilnefnir til ræktunarverðlauna bændasamtaka Íslands í ár. Verðlaun verða veitt á fagráðstefnu hrossaræktarinnar laugardaginn 3. desember.
Meira

Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings

Á Facebook- síðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 22. október, þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið og farið yfir næsta vetur. Pollarnir þeirra fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur. 
Meira