Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu

Sex efstu hestfolöldin. Mynd: Neisti.net.
Sex efstu hestfolöldin. Mynd: Neisti.net.

Folaldasýning Hrossaræktarsambands Austur-Húnavatnssýslu var haldin laugardaginn 27. janúar síðastliðinn þar sem keppt var í flokki hestfolalda, merfolalda og í ungfolaflokki. Var þátttaka góð og 31 folald og fimm ungfolar voru skráð til leiks. Eyþór Einarsson sá um dómana og við verðlaunaafhendingu lýsti hann fyrir áhorfendum þeim eiginleikum sem hann lagði mat á.

Þá kusu áhorfendur álitlegasta folaldið og urðu niðurstöður þeirrar kosningar þær að Svarthöfði frá Skagaströnd og Rós frá Blönduósi hlutu jafn mörg atkvæði. Úrslitavaldið var því sett í hendur dómarans sem felldi þann dóm að Rós frá Blönduósi væri álitlegust enda afar fínleg og léttstíg. 

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Hestfolöld

    1. Svarthöfði frá Skagaströnd, brúnskjóttur.
      Foreldrar: Þristur frá Feti og Þyrla frá Skagaströnd.
      Rækt. Friðþór Norðkvist Sveinsson.
      Eig. Friðþór Norðkvist og Þorlákur Sigurður Sveinssynir.

2. Hringur frá Blönduósi, jarptvístjörnóttur, hringeygður með sokk á afturfæti.
    Foreldrar: Fannar frá Blönduósi og Penta frá Blönduósi.
    Rækt. og eig. Eyjólfur Guðmundsson.

3. Fjölnir frá Hæli, brúnn.
    Foreldrar: Mugison frá Hæli og Kolfinna frá Blönduósi.
    Rækt. og eig. Jón Kristófer Sigmarsson.

Merfolöld

    1. Rós frá Blönduósi, rauðskjótt.
      Foreldrar: Fannar frá Blönduósi og Kjarnorka frá Blönduósi.
      Rækt. og eig. Eyjólfur Guðmundsson

2. Olga frá Blönduósi, brún.
    Foreldrar: Órator frá Blönduósi og Aska frá Stóra-Búrfelli.
    Rækt. og eig. Guðmundur Sigfússon.

3. Fantasía frá Hæli, brúnstjörnótt.
    Foreldrar: Hjari frá Hofi á Höfðaströnd og Eyvör frá Hæli.
    Rækt. og eig. Jón Kristófer Sigmarsson. 

Ungfolar

    1. Máni frá Krossum, sótrauður stjörnóttur, f. 2015.
      Foreldrar: Bergsteinn frá Akureyri og ..Birta frá Dalvík
      Rækt. og eig. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir.

2. Nn frá Steinnesi, hvítingi, f. 2016.
    Foreldrar: Ljósvíkingur frá Steinnesi og Albína frá Glaumbæ II.
    Rækt. og eig. Magnús Jósefsson.

3. Lager frá Skagaströnd, dökkjarpur, f. 2016.
    Foreldrar: Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 og Þökk frá Skagaströnd.
    Rækt. Þorlákur Sigurður Sveinsson.
    Eig. Þorlákur Sigurður Sveinsson og Guðrún Rut Hreiðarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir