Hrossaræktarfundir - Þróun ræktunarmarkmiðs og dómskala

Fagráð í hrossarækt boðar til funda um þróun og endurskoðun ræktunarmarkmiðsins og dómskalans í kynbótadómum. Hugmyndin er að kynna vinnu sem er í gangi þessa dagana við þetta verkefni og virkja fundarfólk til umræðu um málefnið. Fundur á Sauðárkróki á morgun.

Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar kynna stöðuna og þær hugmyndir sem eru í farvatninu. Eftir það er hugmyndin að skipta hópnum upp og skapa umræðu í minni hópum sem verður svo kynnt í lokin.

Tveir fundir verða haldnir, sá fyrri var á Selfossi sl. fimmtudag en sá síðari í Tjarnarbæ á Sauðárkróki á morgun, þriðjudaginn 10. apríl kl. 20:00.

Áhugasamir eru hvattir til að fjölmenna í Tjarnabæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir