Lilja Pálma og Mói sigurvegarar fjórgangsins

Lilja Pálmadóttir & Mói frá Hjaltastöðum. Mynd: KS-deildin.
Lilja Pálmadóttir & Mói frá Hjaltastöðum. Mynd: KS-deildin.

Fjórgangur fór fram í Meistaradeild KS í gærkvöldi þar sem ung og spennandi hross í bland við mikið reynd keppnishross öttu kappi í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Forkeppnin var jöfn og skemmtileg en eftir hana voru þær efstar og jafnar Lilja Pálmadóttir á Móa frá Hjaltastöðum og Helga Una Björnsdóttir á Þoku frá Hamarsey.

Sigurvegari B-úrslita var Mette Mannseth með Trymbilsdótturina List frá Þúfum. Í tilkynningu frá Meistaradeildinni segir að List sé mörgum eftirminnileg frá Landsmótinu á Hólum, listagæðingur.

A-úrslitin voru jöfn og skemmtileg frá byrjun. Knapar skiptust á að leiða þar sem hver hestur hafði eina áberandi sterka gangtegund. Kári frá Ásbrú vakti athygli á tölti, hestur með mikla útgeislun og reiðmennska Jóhönnu Margrétar Snorradóttur sem fyrr létt og skemmtileg.
Valur frá Árbakka er greinilega í framför og kom mjög vel fyrir í gær. Helga Una heldur áfram að gera það gott með fótaburðahryssuna Þoku frá Hamarsey en Helga leiðir einstaklingskeppnina. Tóti sigldi töltaranum Lauk vel í gegnum alla keppnina og getur vel við unað.

Það fór þó svo að Lilja Pálmadóttir á Móa frá Hjaltastöðum sigraði og munaði þar um tvær afburðagangtegundir, fet og stökk. Lilja sýndi góða reiðmennsku í gær og er vel að sigrinum komin.

Það var lið Hofstorfunar sem sigraði í liðakeppninni í gær.

A-úrslit

1.Lilja Pálmadóttir & Mói frá Hjaltastöðum - 7,27
2.Gústaf Ásgeir Hinriksson & Valur frá Árbakka - 7,17
3.Jóhanna Margrét Snorradóttir & Kári frá Ásbrú - 7,10
4.Helga Una Björnsdóttir & Þoka frá Hamarsey - 7,0
5.Þórarinn Eymundsson & Laukur frá Varmalæk - 6,87

B-úrslit

6.Mette Mannseth & List frá Þúfum - 6,93
7.Flosi Ólafsson – Hraunar frá Vatnsleysu - 6,83
8.Elvar Einarsson & Gjöf frá Sjávarborg - 6,67
9.Viðar Bragason & Stirnir frá Skriðu - 6,60
10.Sina Scholz & Nói frá Saurbæ - 6,27

Forkeppni

1-2.Helga Una Björnsdóttir & Þoka frá Hamarsey - 7,07
1-2.Lilja Pálmadóttir & Mói frá Hjaltastöðum - 7,07
3.Jóhanna Margrét Snorradóttir & Kári frá Ásbrú - 6,87
4.Gústaf Ásgeir Hinriksson & Valur frá Árbakka - 6,87

5.Þórarinn Eymundsson & Laukur frá Varmalæk - 6,80
6.Mette Mannseth & List frá Þúfum - 6,77
7.Viðar Bragason & Stirnir frá Skriðu - 6,73
8.Flosi Ólafsson – Hraunar frá Vatnsleysu - 6,70

9.Elvar Einarsson & Gjöf frá Sjávarborg - 6,67
10.Sina Scholz & Nói frá Saurbæ - 6,60
11.Vignir Sigurðsson & Nói frá Hrafnsstöðum - 6,40
12.Konráð Valur Sveinsson – Smyrill frá Vorsabæ II - 6,33

13.Jón Óskar Jóhannesson & Hljómur frá Gunnarsstöðum 1 - 6,30
14.Fríða Hansen – Kvika frá Leirubakka - 6,27
15.Finnbogi Bjarnason & Hera frá Árholti - 6,23
16.Elvar Logi Friðriksson & Griffla frá Grafarkoti - 6,13

17.Freyja Amble Gísladóttir & Sif frá Þúfum - 6,10
18.Lea Bush & Kaktus frá Þúfum,- 6,03
19.Hörður Óli Sæmundarson & Stúdent frá Gauksmýri - 6,03
20.Jóhann Magnússon & Blær frá Laugardal - 6,0
21.Guðmundur Karl Tryggvason & Þytur frá Narfastöðum - 5,83

Staðan í liða-og einstaklingskeppninni 

Helga Una Björnsdóttir 84

Þórarinn Eymundsson 77
Mette Mannseth 75
Gústaf Á Hinriksson 70
Flosi Ólafsson 60,5
Jóhanna M Snorradóttir 57

Viðar Bragason 48
Bjarni Jónasson 47
Elvar Einarsson 47
Konráð Valur Sveinsson 36,5
 

Hrímnir 222
Hofstorfan 188
Mustad/Miðsitja 139
Þúfur 130

Team Bautinn 104
Lífland-Kidka 92,5
Íbess-TopReiter 75,5

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir