Opinn fundur um landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016

Frá setningu Landsmóts hestamanna á Hólum 2016. Mynd:BG
Frá setningu Landsmóts hestamanna á Hólum 2016. Mynd:BG

Hestamannafélagið Skagfirðingur býður til opins fundar í félagsheimili Skagfirðings í Tjarnarbæ á morgun, laugardaginn 20. janúar kl. 11:00. Á fundinum verða kynntar niðurstöður rannsóknar sem fjölþjóðlegur rannsóknarhópur vann á Landsmóti hestamanna á Hólum sumarið 2016.

Rannsóknin hafði það meginmarkmið að afla heildstæðrar þekkingar um Landsmót hestamanna sem viðburð. Meðal þess sem fengist var við í rannsókninni var efnahagslegt mikilvægi þessa viðburðar, upplifun og hagsmunir heimamanna, upplifun gesta, viðhorf ræktenda, sýnenda og sjálfboðaliða og áhrif viðburðarins á ímynd svæðisins og landsins sem áfangastaðar. 

Að setningu lokinni, sem er í höndum Skapta Steinbjörnssonar, formanns Hestamannafélagsins Skagfirðings, heldur Lárus Ástmar Hannesson, formaður stjórnar Landsmóts ehf., erindi um sjónarhorn LM og LH, Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna flytur skýrslu sína og loks fjallar Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um niðurstöður fjölþjóðlegrar rannsóknar á mótinu.

Að því loknu verða umræður og boðið verður upp á súpu.

Allir eru velkomnir á fundinn.

Tengd frétt: Niðurstöður kynntar úr fjölþjóðlegri rannsókn sem gerð var á Landsmóti hestamanna sumarið 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir