Skrautlegir knapar á páskaleikum æskunnar og Freyju

Það hefur sannarlega verið gaman að klæða sig upp í búninga á páskaleikum æskunnar og Freyju. Mynd: FB síða Skagfirðings.
Það hefur sannarlega verið gaman að klæða sig upp í búninga á páskaleikum æskunnar og Freyju. Mynd: FB síða Skagfirðings.

Páskaleikar æskunnar og Freyju var haldið mánudaginn 2. apríl í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þátttakendur voru alls 20 á aldrinum þriggja ára til tíu ára og var áhersla lögð á að hestarnir yrðu skreyttir og krakkarnir mættu í búningum. Erfitt var fyrir dómarana að velja á milli skrautlegra þátttakenda, segir á Facebooksíðu Hestamannafélagsins Skagfirðings.

Úrslit voru þó kynnt sem urðu eftirfarandi:

Teymingarhópur

Flottasta parið - Erna María á Garpi
Besti búningurinn - Margrét Katrín á Hersi - Leiftur mcqueen
Best skreytti hesturinn - Árni Ragnar og Inga Bryndís  - Lögga og Prinsessa
Frumlegasti Búningurinn - Sigurlogi Einar - Riddari

Þau sem stjórna sjálf

Flottasta parið - Hjördís Halla á Hálegg
Besti búningurinn - Sigríður Elva á Hendingu - Einhyrningur
Best skreytti hesturinn - Sigurbjörg Svandís á Lykli
Frumlegasti búningurinn - Sveinn og Ingimar sem voru ungar að koma úr eggi.

Mikill metnaður var lagður í búninga og skraut á reiðskjótum eins og sjá má á Facebook síðu Skagfirðings HÉR 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir