Yfir 500 skráningar á Íslandsmóti í hestaíþróttum á Hólum

Hér eru þær Birna Olivia Ödqvist og Ósvör frá Lækjamóti á keppnisbrautinni í dag. Mynd PF.
Hér eru þær Birna Olivia Ödqvist og Ósvör frá Lækjamóti á keppnisbrautinni í dag. Mynd PF.

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum hófst í dag á Hólum í Hjaltadall í umsjá Hestamannafélagsins Skagfirðings. Keppni hófst klukkan 9:00 með fjórgangi unglinga en keppt verður í ýmsum flokkum fram á kvöld. Á morgun hefst keppni á sama tíma með tölti ungmenna en annað kvöld kl. 20:00 fer fram kvöldvaka og hindrunarstökkskeppni í Þráarhöllinni.

Að sögn Elisabethar Jansen mótsstjóra eru um 520 skráningar á mótinu sem er töluvert meira en búist var við. Hún segir mótið ganga vel þrátt fyrir smá byrjunarörðuleika í skráningar- og tölvukerfinu en allt sé komið í lag nú. Veðrið leikur við gesti og gangandi og hrossin eru sérstaklega góð.

Þegar Feykir leit við á mótssvæðinu í dag var verið að keppa í fjórgangi ungmenna og var Birna Olivia Ödqvist nýkomin af vellinum með Ósvör frá Lækjamóti. Hún keppir fyrir hönd hestamannafélagsins  Þyts í Húnaþingi vestra.

„Það gekk bara vel en ég gleymdi næstum því að taka brokk,“ segir Birna og hlær við en allt reddaðist þetta og var hún bara sátt með einkunnina sem hún fékk.

Birna segist lítast vel á mótið enda gaman að keppa en hún mun einnig í tölti og fimi ungmenna.

Allt áhugafólk er hvatt til að renna heim að Hólum og líta á bjarta framtíð hestamennskunnar á keppnisvellinum.

Til að átta sig á hinum ýmsu bók- og tölustöfum keppnisgreina FIPO, t.d. T1,T2,T3, V1,V2 o.s.frv. tóku Hestafréttir sig til og útskýrðu vel. Sjá HÉR.

HÉR er hægt að sjá dagskrá mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir