Hestar

Þórgunnur og Hjördís Halla Íslandsmeistarar í fimi

Systurnar Þórgunnur og Hjördís Halla Þórarinsdætur stóðu stig heldur betur vel á Íslandsmóti barna og unglinga um helgina, en hæst ber að nefna að þær sigruðu báðar fimi sínum flokkum, Hjördís í barnaflokk og Þórgunnur í Unglingaflokk.
Meira

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga veitir verðlaun fyrir árið 2020

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) gat ekki haldið uppskeruhátíð með hefðbundnum hætti árið 2020 fyrir félagsmenn sína, þar sem verðlaun eru veitt fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin, hrossaræktarbú ársins og kynbótaknapa ársins. Alltaf stóð til að halda uppskeruhátíðina þó komið væri fram á árið 2021 en vegna Covid og samkomutakmarkana, varð það úr að stjórn HSS fór á dögunum og keyrði um Skagafjörð til að koma verðlaunagripunum á sína staði.
Meira

Þórir á Lækjamóti sæmdur Gullmerki LH

Á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fór um liðna helgi var Þórir Ísólfsson sæmdur Gullmerki Landssambands Hestamanna (LH) við hátíðlega athöfn.
Meira

Húnvetningar og Skagfirðingar öflugir á Fjórðungsmóti

Í gær lauk flottu Fjórðungsmóti Vesturlands sem haldið var samhliða landssýningu kynbótahrossa í Borgarnesi. Mótið var vel sótt af Húnvetningum og Skagfirðingum sem gerðu gott mót.
Meira

Fjórðungsmót Vesturlands hefst í vikunni

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi í vikunni sem er að byrja, 7.-11. júlí. Keppt verður í gæðingakeppni, opnum töltkeppnum og 100 metra flugskeiði. Þáttökurétt í gæðingakeppni eiga knapar og hesteigendur af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Einnig fer fram kynbótasýning á mótinu fyrir hesta af þessu svæði og síðan verður Landssýning Kynbótahrossa þar sem kynbótahross af öllu landinu verða verðlaunuð. Mótið hefst á miðvikudaginn á forkeppnum og síðan verða úrslitin riðin um helgina.
Meira

Eyrún Ýr og Hrannar Íslandsmeistarar í fimmgangi

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi meistara á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór á Hólum í Hjaltadal um helgina. Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa, tók viðtal við Eyrúnu að loknum úrslitum og sagði að Skagafjörðurinn færi henni vel og hún honum.
Meira

Guðmar Freyr Íslandsmeistari í Tölti ungmenna

Guðmar Freyr Magnússon varð Íslandsmeistari í Tölti T1 ungmenna á Íslandsmótinu í Hestaíþróttum sem fram fór á Hólum um helgina. Guðmar sat hestinn Sigurstein frá Íbishóli sem kemur úr ræktun föður hans, Magnúsar Braga á Íbishóli. Það sem gerir þennan sigur einstaklega sætan fyrir Guðmar er að fyrir mánuði síðan slasaðist hann þegar hann varð undir hesti og var því tvísýnt hvort hann gæti keppti á íslandsmótinu.
Meira

Kennsla í hestamennsku

Í þessari grein verður fjallað um kennslu í hestamennsku en breytingin sem orðið hefur frá því sem áður var hvað varðar skilning á að hestamennsku megi læra er nánast alger. Þó mest hafi gerst hvað þetta varðar á seinni áratugum er viðleitni í þessa átt þó mun eldri.
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum hafið á Hólum

Nú rétt í þessu hófst Íslandsmót ungmenna- og fullorðinna í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal á forkeppni í fjórgangi. Það verður nóg um að vera á Hólum næstu daga þar sem að bestu hestar og knapar landsins munu etja kappi.
Meira

Bestu knapar landsins mæta með bestu hesta landsins - Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 30. júní - 4. júlí nk. Mótið í ár verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Feykir hafði samband við Sigurð Heiðar Birgisson, framkvæmdastjóra mótsins, og forvitnaðist örlítið um það.
Meira