Hestar

Skemmtilegur smali í Mótaröð Þyts

Þann 25. mars var keppt í smala í Mótaröð Þyts þar sem Þytsfélagar skemmtu sér einstaklega vel, bæði áhorfendur og keppendur. Nokkur tími hefur liðið síðan keppt var í þeirri grein hjá félaginu og og segir Kolbrún Indriðadóttir að þarna hafi sannast, líkt og Elvar Logi Friðriksson hafi orðað vel á Facebook síðu sinni,: „Sama hvað spekingar segja um smala þá er það mín skoðun að þetta er frábær grein sem hentar ungum sem öldnum eins og sannaðist í gærkvöldi.“
Meira

Skagfirska mótaröðin – úrslit helgarinnar

Þriðja mót Skagfirsku mótaraðarinnar var haldið í Svaðastaðarhöllinni 1. apríl sl. þar sem keppt var í slaktaumatölti og fimmgangi, F2 og T4 í 1. flokki og ungmenni; F2 og T6, 2. flokkur; T7 í unglingaflokki og T8 – barnaflokki. Fjöldi glæstra keppenda tóku þátt og var keppnin hin skemmtilegasta.
Meira

Þórarinn og Þráinn sigruðu í fimmgangi Meistaradeildar KS í gær :: Grípa þurfti til sætaröðun dómara til til að knýja fram sigurvegara

Þriðja mót Meistaradeildar KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þar sem 24 hestar spreyttu sig í fimmgangi. Á Facebooksíðu deildarinnar segir að margar góðar sýningar hafi litið dagsins ljós og keppnin verið jöfn og sterk. Eftir forkeppni leiddi Þórarinn Eymundsson með Þráin frá Flagbjarnarholti með einkunnina 7,30.
Meira

Guðmar Hólm Ísólfsson valinn á ný í U21 landslið Íslands í hestaíþróttum

Tveir nýir knapar hafa verið valdir inn í U-21 landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum að þessu sinni en það eru þau Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Guðný Dís Jónsdóttir úr Hestamannafélaginu Spretti Kópavogi og Garðabæ.
Meira

Björg og Korgur fyrst í brautina í fimmgangi Meistaradeildar KS á morgun

Fimmgangur í Meistaradeild KS í hestaíþróttum, fer fram á morgun föstudaginn 17. mars í Reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki kl. 19:00. Ráslistinn er klár og mun ein af nýliðum deildarinnar, hin tvítuga Björg Ingólfsdóttir á Dýrfinnustöðum, mæta fyrst í brautina með Korg frá Garði. Björg er í landsliðshópi LH U-21 en í Meistaradeildinni keppir hún fyrir lið Equinics.
Meira

Gæðingalist er keppni í þjálfun og heimavinnu, segir Fredrica Fagerlund

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er Fredrica Fagerlund á hestinum Stormi frá Yztafelli. Hún er reiðkennari frá háskólanum á Hólum, búsett í Mosfellsbæ ásamt manni sínum Sigurði H. Örnólfssyni og tveimur börnum þeirra fimm ára og fimm mánaða. Fredrica er finnsk að uppruna en flutti til Íslands fyrir þrettán árum.
Meira

Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum unnu fjórganginn í Meistaradeild KS í gærkvöldi

Glæsilegri keppni í fjórgangi í Meistaradeild KS í gærkvöldi lauk með sigri Mette Mannseth og Hannibal frá Þúfum. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að keppnin hafi verið jöfn og skemmtileg þar sem mjótt var á munum á mörgum vígstöðum.
Meira

Úrslit V5 í Mótaröð Þyts

Fyrsta mótið í Mótaröð Þyts var haldið laugardaginn 25. febrúar, keppt var í fjórgangi V5 í öllum flokkum nema barnaflokki þar sem keppt var í tvígangi. Á heimasíðu Þyts kemur fram að mótanefnd hafi ákveðið, í samráði við foreldra, að breyta þessu úr fjórgangi í tvígang til að fleiri krakkar gætu verið með.
Meira

Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli sigurvegarar gæðingalistar Meistaradeildar KS

Sigurvegari gæðingalistar í Meistaradeild KS í gærkvöldi voru Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yztafelli en þau keppa með liði Uppsteypu. Á Facebooksíðu Meistaradeildarinnar segir að um glæsilega sýningu hafi verið að ræða og loka einkunn 8,10. Tvö lið, Íbishóll og Uppsteypa, stóðu jöfn með flest stig eftir sýningar kvöldsins en skorið upp úr verðlaunum með sætaröðun knapa. Þar reyndist Íbishóll ofar en bæði lið enduðu með 59 stig.
Meira

Ráslistinn klár fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Fyrsta mót Meistaradeildar KS í hestaíþróttum fer fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld miðvikudaginn 22. febrúar og hefst kl 18:00 þegar knapar keppa í gæðingalist. Húsið opnar klukkan 17 og verður hægt að gæða sér á kjötsúpu ásamt fleiru í sjoppunni í höllinni og aðgangseyrir litlar 1.000kr. Sýnt verður beint frá mótinu á Alendis TV.
Meira