Hestar

Laufskálaréttarhelgi framundan í allri sinni dýrð

Eftir tveggja ára Covid-hlé er loksins hægt að gleðjast saman á ný á Laufskálaréttarhelgi sem fer fram um helgina. Mikið húllumhæ verður þá í Skagafirði, hestasýning, réttarstörf, kráarstemning og stórdansleikur svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Stokkað upp í rekstri Söguseturs íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins hefur verið starfrækt í ríflega tvo áratugi en það var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Árið 2006 var það gert að sjálfseignarstofnun og eru stofnaðilar hennar Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Nú er setrið á krossgötum þar sem erfiðlega hefur gengið að tryggja fjármögnun á rekstur þess. Vegna óvissu sem ríkti um reksturinn fyrr á árinu var forstöðumanni setursins, Kristni Hugasyni, sagt upp störfum og því verið lokað tímabundið a.m.k.
Meira

Íslandsmeistari annað árið í röð :: Íþróttagarpurinn Hjördís Halla Þórarinsdóttir

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi fyrir skömmu og sagði Feykir frá afar góðum árangri systranna Hjördísar Höllu og Þórgunnar Þórarinsdætrum á Sauðárkróki. Þórgunnur var Íþróttagarpur Feykis í fyrsta blaði ársins en nú er komið að Hjördísi Höllu sem varð Íslandsmeistari í tölti í barnaflokki á hestinum Flipa frá Bergsstöðum á téðu Íslandsmóti og annað sætið varð hennar í fjórgangi.
Meira

Leikur frá Lækjamóti II og Helga Una Björnsdóttir sigurvegarar í A-flokki gæðinga á NM í hestaíþróttum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram á Álandseyjum um sl. helgi en þar var á meðal keppenda Vestur-Húnvetningarnir Helga Una Björnsdóttir, frá á Syðri-Reykjum, og Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Lækjamóti. „Leikur frá Lækjarmóti kom, sá og sigraði í A-flokki gæðinga með Helgu Unu Björnsdóttur í hnakknum,“ segir á heimasíðu Landssambands hestamanna.
Meira

Systurnar Hjördís Halla og Þórgunnur Íslandsmeistarar

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram í Borgarnesi um helgina og er óhætt að segja að systurnar Hjördís Halla og Þórgunnur Þórarinsdætur á Sauðárkróki hafi staðið sig afburða vel með reiðskjóta sína.
Meira

Íslenska smáforritið HorseDay notað við kennslu í hestafræðideild Háskólans á Hólum

Í vor var íslenska snjallforritinu HorseDay hleypt af stokkunum en með forritinu fæst mikilvæg yfirsýn yfir þjálfun hesta og umhirðu, bein tenging við WorldFeng og GPS skráning við þjálfun hesta og á hestaferðum líkt og þekkist innan annarra tómstunda auk samfélagsumhverfis fyrir íslenska hestinn.
Meira

Góður árangur Skagfirðinga á LM á Hellu

Landsmóti hestamanna lauk um helgina og hafði þá staðið yfir í vikutíma á Rangárbökkum við Hellu. Fjöldi knapa og hrossa tóku þátt í hinum ýmsu greinum og fjölmargir úr Hestamannafélaginu Skagfirðingi sem buðu upp á flottar sýningar og prúða framkomu. „Við erum stolt af öllum okkar fulltrúum á mótinu og óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn,“ segir í færslu félagsins á Facebook-síðu þess.
Meira

Blóðtaka úr hryssum mikilvægur þáttur í landbúnaði Húnabyggðar

Byggðaráð Húnabyggðar telur að blóðtaka úr fylfullum hryssum sé mikilvægur þáttur í landbúnaði í sveitarfélaginu og hafi um árabil verið mikilvæg stoð í atvinnulífi í dreifbýli þess. Ráðið telur eðlilegt að skerpt sé á umgjörð um blóðtöku og að unnið sé markvisst að því að tryggja velferð og heilbrigði þess búfénaðar sem um ræðir.
Meira

Saga hrossaræktar – lagaumhverfi greinarinnar :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var botninn sleginn í umfjöllun um félagskerfi hrossaræktarinnar. Í þessari grein verða gerð skil megin dráttunum í þróun lagaumhverfis hrossaræktarstarfsins í landinu. Ekki er hér um tæmandi yfirlit að ræða heldur verður stiklað á helstu vörðunum.
Meira

Reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum kynnt á Samráðsgátt

Reglugerðin er unnin í framhaldi af skýrslu sem starfshópur skilaði til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í lok maí. Hópurinn var skipaður í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum.
Meira